Rauða borðið 25.sept: Kvótinn, Sameinuðu þjóðirnar, Kamban og sósíalismi

0 Views· 09/25/23
Samstöðin
Samstöðin
0 Subscribers
0

Helgi Hlynur Ásgrímsson útvegsbóndi sest við rauða borðið og ræður sjávarútvegsstefnuna, kvótann og óréttlætið sem honum fylgir. Og metur hvort líkur séu á að Svandís Svavarsdóttir nái fram einhverjum breytingum á stefnunni. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna er í New York. Helen Ólafsdóttir hlustaði á ávörp þjóðarleiðtoga og greinir fyrir okkur þræðina í þeim ræðum. Banamaður Guðmundar Kambans hefur verið nefndur. Við fáum Jón Yngva Jóhannsson bókmenntafræðing til að segja okkur frá Kamban og öðrum höfundum sem tengdust þýskum yfirvöldum á nasistatímanum. Í lokin kemur Einar Ólafsson skáld og bókavörður og ræðir sósíalismann, sögu hans og sína reynslu. Og metur hvort þörf sé á sósíalisma.

Show more

 0 Comments sort   Sort By


Up next