Þorsteinn Þorsteinsson FIDE meistari - Sögur úr íslenskri skákhreyfingu fyrri hluti

0 Views· 09/20/23
Við Skákborðið
Við Skákborðið
0 Subscribers
0
In Reviews

Þorsteinn Þorsteinsson, FIDE meistari, ritstjóri Hagstofu Íslands og fyrrverandi markaðsstjóri RÚV var gestur Kristjáns Arnar Elíassonar í þætti hans Við skákborðið á Útvarpi Sögu. Þessi þáttur er sá fyrri af tveimur fyrirhuguðum en í þáttunum segir Þorsteinn frá sjálfum sér og samferðarmönnum sínum. Hann segir skemmtilegar sögur af Benóný Benediktssyni, sterkum karakter sem fæddist árið 1918, en hann var öflugur og mjög frumlegur skákmaður sem batt ekki bagga sína sömum hnútum og samferðarmenn hans. Benóný gladdi marga með skemmtilegum tilsvörum og hnyttnum vísum og hagyrðingur var hann góður og hafsjór fróðleiks. Þorsteinn nefnir fólk eins og Ríkharð Sveinsson, Ólaf Ásgrímsson og Birnu Halldórsdóttur og segir að þetta sé allt fólk sem hafi fórnað ótal stundum af lífi sínu fyrir skákina og að það sé einmitt svona fólk sem vinni verk sín á bak við tjöldin sem sé svo mikilvægt fyrir skákhreyfinguna. Þorsteinn talar um "mömmusyndrómið" og að það eigi einmitt við um þetta fólk. "Mamma eldar, mamma drífur og heldur heimilinu gangandi án þess að nokkur taki sérstaklega eftir því. En ef manna hættir að vinna þessi verk finna allir fyrir því og taka eftir því að hún er í raun ómissandi," segir Þorsteinn. 

Show more

 0 Comments sort   Sort By


Up next