Valbjörn Jónsson og Björgvin Víglundsson - krafa um skýrari stefnu um ráðstöfun fjármuna í skákhreyfingunni

0 Views· 06/14/23
Við Skákborðið
Við Skákborðið
0 Subscribers
0
In Reviews

Valbjörn Jónsson, stöðvarstjóri heilsuræktarstöðvarinnar World Class í Árbæ, fyrrverandi bakari og fyrrverandi Íslandsmeistari í vaxtarrækt og Björgvin Víglundsson skákmeistari og byggingaverkfræðingur kíktu í heimsókn á Útvarp Sögu til Kristjáns Arnar í þátt hans "Við skákborðið". Þeir félagar og frændur töluðu um stórmeistarann Vignir Vatnar og trú þeirra á að hann hafi vilja og getu til að ná langt í skákinni. Þeir segja að skákhreyfingin þurfi að standa betur við bakið á barna- og unglingastarfi en gert er. Þeir ræddu styrktarsjóð Sigtryggs Sigurðssonar glímukappa og að skoða þurfi betur hvernig fjármunum skákhreyfingarinnar er ráðstafað. Val Skáksambands Íslands á landslið kom til tals, kallað var eftir skýringum sambandsins á fjarveru stórmeistarans Héðins Steingrímssonar í landsliðinu undanfarin ár en hann hefur lengi verið á meðal sterkustu stórmeistara Íslendinga. Þeir ræddu um áherslubreytingar varðandi laun stórmeistara, öflugt starf eldri skákmanna, skákmót í Breiðfirðingabúð hér á árum áður og margt fleira.   

Show more

 0 Comments sort   Sort By


Up next