Garðar Sverrisson rithöfundur og nánasti vinur Bobby Fischers - Seinni hluti

0 Views· 07/19/23
Við Skákborðið
Við Skákborðið
0 Subscribers
0
In Reviews

Annan miðvikudaginn í röð ræðir Kristján Örn Elíasson við Garðar Sverrisson, rithöfund og nánasta vin Bobby Fischer á Íslandi. Er þetta í fyrsta sinn sem Garðar ræðir opinberlega um Bobby og nána vináttu þeirra síðustu þrjú árin sem Bobby lifði. Í þáttunum koma fram nýjar upplýsingar um Bobby, æsku hans í New York, viðkvæm fjölskyldumál, sigra og mótlæti, allt frá njósnum til pólitískrar útlegðar. Í þessum viðtölum segir Garðar frá fjölmörgum skemmtilegum atvikum í bland við átakanlega reynslu Bobbys af útlegðinni frá Bandaríkjunum, alvarlegum veikindum og dauðastríði. Þá segir hann í fyrsta skipti frá því sem gerðist á bak við tjöldin þegar Ísland kom Bobby til bjargar og því fjarðrafoki sem varð í aðdraganda útfarar hans.

Show more

 0 Comments sort   Sort By


Up next